Gundlungur bloggar heiminn
föstudagur, nóvember 23, 2007

0 Comments:

Post a Comment

ja svei. aldrei fann ég fyrir nokkurri löngun til að blogga þessa vinnuvikuna og allt í einu er kominn föstudagur og fráleitt að nokkur gefi sér tíma til að líta inn á þessa síðu yfir helgina. nema kannski Tóti. hann verður á næturvöktum og hefur því fátt annað að gera en ráfa um netið eins og vofa að nóttu.

en ég nenni ekkert að skrifa og bendi þess í stað á skemmtilega grein á Wikipedia um morðið í rauðu hlöðunni, en það er ágætis lesning, eflaust skárri en það sem ég hefði skrifað hér, hefði ég skrifað eitthvað, þ.e. eitthvað annað en þetta mjálm um það sem ekki var skrifað.

-- Skreif Gulli kl.15:50 -- 0 Komment