Gundlungur bloggar heiminn
miðvikudagur, janúar 23, 2008

0 Comments:

Post a Comment

hér á bókhlöðunni stendur nú yfir svokölluð ljósmynda- og gjörningasýning sem ber heitið För hersins. af því tilefni standa nú fyrir utan kaffistofuna þrír hvítir strigar og í nafni listarinnar er fólki gert að tjá á þá skoðun sína á hvarfi bandaríkjahers frá íslandsströndum. þetta hafa margir gert og þótt viðbúið sé að skoðanir manna séu misgáfulegar er því ekki að sælda hér; þær eru allar nokkurnveginn jafnvitlausar. með einni undantekningu þó. núna áðan gerði ég mér nefnilega ferð á kaffistofuna og varð þá litið á unga stúlku sem hafði tekið sér pensil í hönd og var að enda við að skrifa stórum svörtum stöfum á einn strigann: GOD IS A DC. þetta þykir mér áhugaverð kenning. eins og allir vita stendur skammstöfunin D.C. fyrir leikjatölvuna DreamCast frá Sega sem kom út á sama tíma og hin vinsæla Nintendo 64 (sem n.b. er viðbjóðslegt drasl). sú tölva (þ.e. N64) varð reyndar langtum vinsælli og Sega DremaCast beið afhroð í baráttunni á leikjatölvumarkaði. þeir hjá Sega hættu allri leikjatölvuframleiðslu eftir það skítlega tap. við sjáum því að ef eitthvert sannleikskorn er í staðhæfingu ungu stúlkunnar þá er ljóst að mannskepnan ráfar enn þann sama villuveg og forðum daga, þegar hún krossfesti frelsara sinn en frelsaði þrjótinn Barabbas, holdgerving mannvonsku og ódáða.

-- Skreif Gulli kl.15:36 -- 0 Komment