Gundlungur bloggar heiminn
föstudagur, mars 07, 2008

3 Comments:

Hnerrar hann svo heyrist milli hæða? þetta hljómar nefnilega ansi nærri nágranna mínum.

By Blogger Erla Elíasdóttir, at 7. mars 2008 kl. 21:26  

haha. ég verð fyrir trufli frá honum hvern einasta dag!(sem ég er þarna). einu sinni árla sunnudags kvartaði hann sáran yfir rólegheitum á hlöðunni, hversu fáir væru mættir og sagði ,,týpískt Ísland" með biturleika í röddu. fannst það nokkuð gott.

með kveðju þinn bókhlöðuvinur nr.1

By Blogger Vilborg, at 9. mars 2008 kl. 12:08  

þessi maður er einhver sá forvitnilegasti sem ég hef fyrir hitt í lífinu. finnst þú ættir að taka þig til guðlaugur og fá að skrifa ævisöguna hans. held að allir þeir sem hafa sótt bókhlöðuna einhvern tíma á lífsleiðinni séu yfir sig forvitnir um þennan mann og þessa ímynduðu viðmælendur hans.

By Blogger dora wonder, at 11. mars 2008 kl. 00:16  

Post a Comment

brjálaði maðurinn á bókhlöðunni - þessi gamli með gleraugun - situr við tölvu skammt frá mér. ég tók ekki eftir honum fyrr en hann rauf hina heilögu bókasafnsþögn með skammarræðu yfir einhverjum ímynduðum einstaklingi. 'Það er nefnilega vandamálið!' hrópaði hann að lokum, þagnaði svo og horfði lengi í gaupnir sér. eitt augnablik hélt ég að hann væri sofnaður, en þá dró hann reiknitölvu upp úr frakkavasa sínum og sökkti sér, að því er virtist, í flókna útreikninga.
ég geri ráð fyrir að niðurstöðurnar hafi verið jafnfjarri raunveruleikanum og viðmælandi hans stundinni áður.

-- Skreif Gulli kl.17:12 -- 3 Komment