Vàà en magnad!!!
Hilsen fra Norge!
By tobba, at 19. september 2008 kl. 16:40
William Petersen heitir kauði. Já, ég er ekki klók á netið get ég sagt þér.
By Sigurrós, at 30. september 2008 kl. 18:52
nei guðlaugur, kominn aftur! gaman það. djöfull verður mér líka oft hugsað til núliðinnar tíðar í germönskum málum. sjáumst á barnum!
dóra wonder
By , at 3. október 2008 kl. 16:46
ég sat áðan á bókhlöðunni og blaðaði í sakleysi mínu og af meðfæddum fróðleiksþorsta í ritgerð Idu nokkurrar Larsson um núliðna tíð í germönskum málum. kannski ekki í frásögu færandi; ósköp venjulegur föstudagur í lífi ykkar heittelskaða: minna um vinnu; meira um fánýtt dundur og fræðilegar hugleiðingar. nema hvað að þar sem ég renni augunum yfir blaðsíðu 207 rekst ég á tilvitnun í mig sjálfan! þar eru tekin nokkur dæmi um núliðna tíð í íslensku og setningin í d-lið er tekin af þessari bloggsíðu! ég tek það fram að ég þekki ekkert til þessarar konu og hún líklega ekkert til mín, þótt við séum kollegar í vissum skilningi. hér er því, að því er ég best veit, um hreina tilviljun að ræða, eða e.t.v. vélráð örlaganna.