Gundlungur bloggar heiminn
föstudagur, maí 30, 2003
Að gefnu tilefni langar mig að taka það fram að ég þekki enga sem heita Marteinn eða Sander og það er þessvegna sem þeir eru ekki vinir mínir. Allir Marteinar og Sanderar þarna úti, ekki taka þetta persónulega.

-- Skreif Gulli kl.18:01 -- 0 Komment


Einu sinni var hægt að kaupa svona strike everywhere eldspítur sem maður gat kveikt á allstaðar (einsog nafnið gefur til kynna). Það var rosa gaman. Svo var víst einhver vitleysingur í svíþjóð sem var úti að skokka með svona eldspítustokk í vasanum og það kviknaði í öllum eldspítunum aþþí þær slógust saman. Vitleysingurinn fékk stórt brunasár á lærið auk þess sem hann hefur örugglega gert sig að fífli á almannafæri. Eftir þetta var þessi tegund af eldspítum bönnuð og núna heita allar eldspítur safety matches af því að þær eru svo öruggar. Nú eru allir öruggir þegar þeir eru með eldspítur í vasanum. Hvað var skokkari að gera með eldspítur í vasanum eníveis?... Svíar vilja alltaf banna allt.
Annars efast ég um að þessi saga sé sönn. Eitt af þessu sem einhver sagði manni fyrir löngu og maður bara trúir af því mann langar til að það sé satt.

-- Skreif Gulli kl.17:55 -- 0 Komment


miðvikudagur, maí 28, 2003
Ætli hinir Íslensku stafir séu farnir að virka núna. Við skulum bíða og sjá... Lýsi og þröngt lón.

-- Skreif Gulli kl.00:13 -- 0 Komment


föstudagur, maí 23, 2003
Nú er Hjössi farinn til Spánar að hitta Tótu og Þorra og Guðlaugur situr einn eftir heima. Það er ósköp einmanalegt þegar það er enginn Hjörtur. ég fór með honum Erni frænda í leikhús í gær og sá leikverkið Púntíla og Matti, sem var bara ekki sem verst. Síðan löbbuðum við niður í bæ og hittum þau skötuhjú, Þránd og Berglindi á ljóta andarunganum. Þar grínuðum við saman og sögðum hvert öðru söguna af því þegar við vorum lamin niðri í bæ.

-- Skreif Gulli kl.12:27 -- 0 Komment


mánudagur, maí 19, 2003
Ég og hann Steini frændi tókum upp á því í gærkvöldi að ganga upp á Esjuna, svona til að gera eitthvað nýtt. Það var reyndar ósköp kvasst og við félagarnir vorum illa klæddir svo við snérum skjálfandi til baka þegar stutt var eftir á toppinn. Við ætlum að reyna aftur í kvöld, vopnaðir húfum og ullarbrókum.

-- Skreif Gulli kl.22:04 -- 0 Komment


Í gestabókinni eru skilaboð frá ungri stúlku frá Texas. Hún er sannkristin og á þörfinni.. hafið endilega samband við hana.

-- Skreif Gulli kl.21:49 -- 0 Komment-- Skreif Gulli kl.21:46 -- 0 Komment


þriðjudagur, maí 13, 2003
Örn flutti á Tryggvagötuna fyrir stuttu og varð að taka með sér tvo litla kettlinga.. þeir eru nú eiginlega ekki kettlingar lengur því þeir eru svona fimm sinnum stærri en þeir voru þegar ég sá þá síðast. Gvöð!
Þeir eru íbúðinni til prýði þar sem þeir liggja í leti á stólum og borðum og ég ætla að koma oftar í heimsókn útaf þeim.

-- Skreif Gulli kl.17:23 -- 0 Komment


mánudagur, maí 12, 2003
Ég vil vekja athygli á því að Þormóður, prinsinn okkar allra er farinn að blogga. Lesið ykkur til um líf hans með Tótu frænku í Barcelóna.
"Þormóður hefur veitt okkur nýja og skemmtilega sýn á líf ungra skiptinema í dag... Fimm stjörnur"
(Netskraddarinn, www.netskradd.is)
"Síðan hans Þormóðs kemur öllum við... spennandi blogg sem enginn ætti að láta framhjá sér fara!"
(Gagnrýnendur á netinu, www.gaggrini.is)
"..skemmtilegra en að fara í sund!"
(Jóhannes í Bónus)

..en nóg um Þormóð, það er víst ég sem er aðalatriðið á þessari síðu.
Sunnudagurinn var ekki ósvipaður öðrum dögum vikunnar, nema hvað að veðrið var óvenju gott. Ég og Hjössi frændi fórum á fætur um hádegisbilið og ráfuðum berir um íbúðina þartil svefnslikjan var að mestu farin af augum okkar. Hjörtur stakk svo af í veiðiferð og er enn ekki kominn heim. Ég rölti í hægðum mínum á Tryggvagötuna og á leiðinni blístraði ég lítinn lagstúf sem hún móðir mín var vön að syngja fyrir mig þegar ég bjó undir hennar þaki. Eitt sinn var fátt sem fyllti hjarta mitt meiri gleði en þegar hún mamma mín söng fyrir gullið sitt. Nú þegar ég er floginn úr hreiðrinu er þessi lagstúfur aðeins uppspretta tára og söknuðar. Ég var því eilítið rauður um augun þegar ég bankaði upp á hjá Hulla frænda á Tryggvagötunni. Þar var Hugleikur að elda pítsu handa krökkunum. Við horfðum á Þrísom, Smackðe póní og ðeSteit og hámuðum í okkur matinn. Síðan fórum við á bíó.. Confessions of a dangerous mind með Sam Rockwell í aðalhlutverki. Myndin var góð og dagurinn í heild fær fimm glerflöskur af sjö mögulegum.

-- Skreif Gulli kl.16:19 -- 0 Komment


Bloggið hér á undan er örugglega ekki eftir mig. Er það kannski eftir Magnús.. nú eða Höskuld?

Helgin var gleðileg. Þótt ég sé í prófum var ekki halduð aftur af sér í gleðinni, enda kosningahelgi og þannig helgar eru bara einu sinni á ári... hmm.
Laugardagurinn byrjaði í þynnku þeirrar tegundar sem stillir strengi hláturs og gleði fullkomlega við hljómbotn sálartetursins og allur heimurinn tekur undir í spilverki sem aðeins þeir sem hafa hreint hjarta geta greint. Ég og sambýlismaður minn, hann Hjörtur, hlupum út í góða veðrið, æpandi af fryggð. Við snæddum morgunverð á Asíu með Steini frænda og fórum svo á útskriftar sýningu listaháskólanema. Þar var mikið um dýrðir. Frumleiki og sköpunargleði hinna upprennandi listamanna innblés okkur félagana sterkari trú á mátt andans. Ringlaðir af eldmóði og andans upplyftingu óðum við heim í kotið okkar til að elda kvöldmat. Hjörtur og Steinn voru víst orðnir eitthvað þreyttir því þeir steinsváfu á meðan Gullið þeirra eldaði handa þeim ilmandi vorrúllur og bar á borð með rauðvíni af bestu gerð. Við hljótum að hafa drukkið heldur mikið með matnum því stuttu síðar vorum við roknir í partí útum allan bæ. Fyrst til Oddvars, hvar við dilluðum okkur við ljúfa tóna Justins Timberlake, og svo í gítarpartí á Tryggvó. Algleymisgleði áfengisvímunnar breiddi faðm sinn mót okkur sauðdrukknum prökkurunum og vaggaði okkur undurblítt þar til við sofnuðum í örmum hennar, blautir og titrandi.

-- Skreif Gulli kl.15:56 -- 0 Komment


fimmtudagur, maí 08, 2003
Helvídiss... Hjörtur bara prumpar og prumpar!
Það er lítið um bloggingar eða bollaleggingar í dag. Gullið ykkar er að fara í mat til Tóta frænda.
Susan og Peter eru í safninu
Jón var líka í bátsferðinni

kúkur

-- Skreif Gulli kl.18:38 -- 0 Komment


miðvikudagur, maí 07, 2003
Lífið er nú ekki slæmt!
Ég fékk gefins eyrnatappa á bókhlöðunni og svo eru prófin bara búin eftir rúma viku. Ég hef ekki yfir neinu að kvarta... Nema kannski því að litlu mjólkurfernurnar (og kókómjólkur- og svalafernurnar) eru of litlar. Mjólkin er t.d. alltaf búin á undan snúðinum. En ég þarf víst að læra... það er þó betra að læra en að missa ástvin.

Skrifið lítið ljóð eða rímaðan málshátt í gestabókina.
Það gleður

-- Skreif Gulli kl.11:34 -- 0 Komment


þriðjudagur, maí 06, 2003
Heyrðu ég var bara að fá póst frá Þorra í Barcelona! Hann var svona að minna á sig þarsem hann kemur heim bráðum og heimtar að komast aftur í sitt gamla pláss sem vinur okkar ísbarnanna. Svo kemur Tóta frænka réttbráðum... HAHHAHAHHA HA! Ég bara hlæ af gleði..

Ég reyndi annars að senda Tótu póst á afmælisdaginn en fékk til baka skilaboð svohljóðandi:
----- The following addresses had permanent fatal errors -----
torunnhaf@hi.is


Þetta gerir mig svo reiðan... Ó, svo reiðan!
Ég bara skelf af reiði... SKRÍTIÐ!

-- Skreif Gulli kl.21:00 -- 0 Komment


This is the beggining of a new era... era.. era era.
This is a journey into sound

Það eru bara allir farnir að blogga og löggan heggur í Möggu sem leggur sig hjá snaggaralega fagganum honum Ragga sem ruggar Boggu í vöggunni sinni. Steinmal farinn að selja boli einsog ég og Hulli... Hulli bara alltaf í stuði. Hjössa finnst kánterinn minn ljótur en það er bara af því að hann er drullukaka.
Engar kökur eru góðar kökur og þá ekki síst drullukökur... frábærar barasta. seisei.

Svo er Anna Rut með þetta líka fína blogg. En ekki borðar hún hneturnar í m&m-inu sínu... enda klæja hana í gómin ef hún borðar hnetur.
Sveijattan!

-- Skreif Gulli kl.19:40 -- 0 Komment


Ég er nýfluttur út frá mömmu og pabba. Farinn að leigja íbúð með frænda mínum honum Hjössa frjálsa. Það er nú bara ekki sem verst... reyndar flæða matvælin ekki beinlínis út úr ísskápnum, en við eigum nóg af bjór og svo keypti ég bakaðar baunir og egg í gær. Piparsveinamatur?.. Kiparfeinagatur.

Á Krónu-stræti er rakari að sýna ljósmyndir
af öllum hausunum sem hann hefur fengið að kynnast.
Og fólkið sem kemur og fer, dokar við og heilsar.

Kaupið vandaðan Gulla-stuttermabol! Þýsk gæðaframleiðsla.

-- Skreif Gulli kl.10:06 -- 0 Komment


mánudagur, maí 05, 2003
Jæja! Þá eru krækjurnar loksins farnar að virka...
Ég þurfti reyndar að breyta útlitinu, en þetta er bara fínt svona..
er það ekki?
..Hjörtur sagði líka að drekakánterinn minn væri ljótur, svo ég setti nýjann kánter.
MIKLU flottari!

wörd öp!

-- Skreif Gulli kl.19:46 -- 0 Komment


HELVÍDISS! Krækjurnar virka ekki á þessu meingallaða bloggi!

Hafið ekki áhyggjur.. ég mun reyna að laga þetta.
Later..

-- Skreif Gulli kl.19:05 -- 0 Komment


Krakkar! Ef þið eruð þæg og góð, þá sjáið þið kannski strumpana. Og ef þið hlustið vel, heyriði kannski reiðiöskrin í honum Kjartani.

Þetta er nú annars búin að vera fín helgi. Pasta og rauðvín á föstudaginn með steini og hjössa. Á endanum fórum við að þamba bjór og hlupum svo niður í bæ og það brakaði í hausunum á okkur því við vorum glaðir.

Á laugardag gáfu svo stjórnmálaflokkarnir ókeypis bjór og nutum ég og mínir góðs af því. Lærdómurinn fór hinsvegar eitthvað forgörðum... ég verð bara að vera súper duglegur í dag og á morgun og hinn og svona.

-- Skreif Gulli kl.15:20 -- 0 Komment