Gundlungur bloggar heiminn
laugardagur, júní 21, 2003
mig dreymdi í nótt að Jens, sem var kennari Hulla og Steins í Vesturbæjarskóla, hefði fest ól um hálsinn á mér. Svo dró hann mig einsog hund yfir Klambratúnið. Allt í einu var hann orðin af fallegri stúlku sem kyssti mig á munninn og þá var kominn hundur í ólina og ég hélt í bandið.
En nú ætlum ég og Hjörtur að fara að fá okkur eitthvað gott að borða. Skyldi það verða næpa?

-- Skreif Gulli kl.18:05 -- 0 Komment


Þormóður kemur heim í dag og ég skelf allur af tilhlökkun, einsog lítil mús í mjólkurflösku. Þá eru bæði Tóta og Þorri komin heim og frændgarðurinn orðinn heill á ný. En síðan fer Hjörtur til Hollands og Guðlaugur situr einn eftir heima og hengir höfuðið í sorg. Við ættum að halda þremeningamót á meðan allir eru hérna heima.

-- Skreif Gulli kl.17:47 -- 0 Komment


miðvikudagur, júní 18, 2003
Ég gerðist athafnarasmur um daginn og hannaði bol með mynd af frelsishetju okkar íslendinga, honum Jóni Sigurðssyni. Fyrir neðan myndina var vitnað í fræg orð: Vér mótmælum allir. Síðan lét ég prenta þessa dýrð á 30 boli sem ég og Örn frændi reyndum að selja á afmælisdegi Nonna og Dísu. Heimskur almúginn sýndi bolunum ekki verðskuldaðan áhuga, benti á áletrunina og spurði hverju við værum að mótmæla. Margir könnuðust ekki við neinn Jón Sigurðsson og einhverjir hreinlega drulluðu í buxurnar af einskærri heimsku fyrir framan nefið á mér og Erni. Síðan kom rigning.

-- Skreif Gulli kl.23:09 -- 0 Komment


Jæja. Þá er ég loksins farinn að láta í mér heyra eftir langa bið. Það hefur margt gerst undanfarnar vikur og eiginlega væri of tímafrekt að telja það allt upp núna. Það er heldur ekki ætlun mín að einblína á fortíðina því vitið þið, krakkar, hvað framtíðin felur í sínu hlýja skauti? Engan annan en Þormóð frænda. Hann kemur heim á laugardaginn næsta og mér skilst hann verði loðinn á bringunni og fúlskeggjaður í þokkabót. Þormóður frændi... hairy like animal.

-- Skreif Gulli kl.22:08 -- 0 Komment