Gundlungur bloggar heiminn
fimmtudagur, júlí 31, 2003
Hjörtur frændi kallar mig bara aumingjabloggara á sínu bloggi... drep hann.


Nei, andskotinn hafi það! Ég fer ekkert að drepa Hjört frænda minn.

..en kannski gef ég honum kinnhest þegar ég hitti hann næst og toga svo í hárið á honum.
Það finnst mér góð hugmynd

-- Skreif Gulli kl.17:07 -- 0 Komment


Hrigndi soðurinn í levistáið?

Þetta er eini tími dagsins sem ég kemst eitthvað inn á netið. Ég er búinn í vinnunni, það er sól úti og mig langar mikið til að fara heim eða niður í bæ að hitta vini mína. Þetta veldur því að ég nenni ekki, eða þykist ekki hafa tíma til að blogga neitt þessa dagana. Í þetta skiptið sest ég þó niður. Logga mig inn á netið og slæ inn nokkrar línur með fýlusvip meðan dagurinn hleypur frá mér, mínútu eftir mínutu.

Hvort er betra að missa þrjá fingur eða annað augað?

-- Skreif Gulli kl.16:47 -- 0 Komment


miðvikudagur, júlí 30, 2003
Matarboð? Jú! Ég er einmitt alltaf í matarboðum. Í gær héldum við þessa líka fínu átveislu á Tryggvagötunni. Allir komu með eitthvað að borða og svo skiptum við öllu á milli okkar uns við stóðum á blístri og stundum hátt... það er víst ekki tími til að skrifa meira. Nú fer ég niðrí bæ og hitti hana Lóu á einhverju kaffihúsi.
..Hvað varð eiginlega um Stein? Ég hef ekki heyrt í honum í marga daga.
Steinn!.. (ekkert svar)

-- Skreif Gulli kl.16:00 -- 0 Komment


miðvikudagur, júlí 23, 2003
Ég og Tóti fórum í mat til Tinnu í gær og fengum þar túnfiskspasta sem aðeins hún Tinna kann að elda. Guð blessi hana Tinnu. Megi hann gefa henni aðra vinnu og annan bjór í ísskápinn.

-- Skreif Gulli kl.15:15 -- 0 Komment