Gundlungur bloggar heiminn
miðvikudagur, ágúst 20, 2003
Hei! Reynið endilega að ráða í kvikmyndkvótið efst á glugganum (þar sem stendur see you at the party, Richter). Áður hafa verið þessi kvót: No thanks, I airdry og Chefs do that.
Sá sem veit úr hvaða myndum kvótin eru fær hrós frá mér.

-- Skreif Gulli kl.20:46 -- 0 Komment


þriðjudagur, ágúst 19, 2003
Þegar ég kom heim í gærkveldi eftir video gláp með Steininum og Tinnunni tók á móti mér illur daunn. Kötturinn hafði skitið einhverstaðar í íbúðinni. Það var svosem skiljanlegt því hann var lokaður inni á efri hæðinni. Auminginn átti víst engra annarra kosta völ og hefur eflaust skolfið af skömm á meðan hann gekk örna sinna. Ég varð frekar illur við að finna þessa ólykt og tók að hrópa að kettinum (hann lá skelkaður uppí sófa) og þefa útí loftið í leit að uppsprettu fílunnar. Það kom í ljós að ófétið hafði drullað undir rúm foreldra minna, einhverskonar niðurgangspolli á gólfið og vænni slettu á gallabuxur bróður míns. Ég æpti upp yfir mig af frygð... ég meina af heift og þrammaði bölvandi að kettinum sem hnipraði sig saman í sófanum því hann vissi uppá sig sökina. Ég tróð nefinu á honum ofan í skítinn (eða því sem næst) og fleygði honum svo niður í kjallara þar sem hann fékk að dúsa yfir nóttina.
Aumingja dýrið. Fjörgamall og eineygður högni sem verður að sætta sig við að vera læstur inni í húsi þangað til hann skítur á sig og svo er honum hent með skömmum niður í dimman kjallara. Ég vona að hann lesi þetta og skilji hve ég iðrast.

Þessi mynd sýnir að meðferðin á Dr.Jóni (það er sko kötturinn) er langt fyrir neðan hans virðingu. Takk fyrir.

-- Skreif Gulli kl.19:12 -- 0 Komment


mánudagur, ágúst 18, 2003
Ég er sammála honum Hugleiki frænda mínum.. þetta var helvídi vel heppnuð helgi. ÍTR partí á föstudaginn í litlum kofa í Nauthólsvík. Fór svo niðrí bæ og óminnishegrinn skeit á mig af ljósakrónunni á sirkus. Ég vaknaði við hliðina á fallegri stúlku og fór svo í kaffi til Dísu frænku sem var ekki þunn einsog Gulli því hún er svo ólétt, aumingja stelpan. Ég hitti Hulla og Þorra í kveðjukaffi Þóru og Hugrúnar og fór með þeim á Tryggvagötuna hvar við stofnuðum hljómsveitina Uppreisnarseggir án sjáanlegrar ástæðu. Við klæddum okkur í jakkaföt og örkuðum með hljóðfærin okkar (gítar og harmónikku) í kveðjukaffi til Hjartar og þaðan í styttugarðinn. Þar tróðum við upp í okkur rauðum matarlit og spiluðum fyrir almenning sem hló og grét til skiptis. Nokkrir bjórar, flugeldasýning, gin í tónikk og enn fleiri bjórar. Ég, Steinn og Þormóður örkuðum niðrí bæ og hittum fólkið sem við höfum svo gaman af að hitta.. fullu vinir mínir, rósir í hnappagöt lífs míns.
Borg að nóttu. Nótt að degi. Dagur að nótt...

-- Skreif Gulli kl.16:21 -- 0 Komment


sunnudagur, ágúst 17, 2003
Menningarnóttin liðin og Guðlaugur pínulítið ringlaður eftir helgargleðina. Ég og Dagssynirnir vorum með smá gjörning í listagarði Einars Jónssonar og vorum bara sniðugir held ég. Hjörtur stunginn af til Hollands hvar hann mun hafast við í skítugri kjallaraholu í a.m.k. ár. Aumingja strákurinn. En nú fer ég í bíó því það er svo gott að fara í bíó.

-- Skreif Gulli kl.20:26 -- 0 Komment


fimmtudagur, ágúst 14, 2003
Ralph Peters veit hvað hann syngur


-- Skreif Gulli kl.21:09 -- 0 Komment


laugardagur, ágúst 09, 2003
HlammHlammHlamm.. Heyrðu! Tinna bara orðin glöð aftur með Bibbanum sínum og Þura farin að brosa mun meira, Gulli farinn að blogga aftur og helvídiss fíflið hann Marteinn búinn að brjóta á sér báðar hendurnar. HÚRRA! Guðlaugur ruggar sér í lendunum og malar.
one down, one to go.

-- Skreif Gulli kl.17:57 -- 0 Komment


föstudagur, ágúst 08, 2003
Undanfarna þrjá mánuði hef ég búið með Hirti frænda mínum á Ásvallagötunni og ég skal sko segja ykkur að þessir dagar hafa flogið hjá einsog fokkíng... hvað heitir aftur hljóðfráa farþegaflugvélin franska..? Man það ekki. En hvað um það. Dagarnir voru góðir og minningarnar munu breytast í myndir og ljóð og ekki mun ég gleyma þeim kvöldum þegar við sötruðum saman rauðvín og ortum smásögur. Blöðuðum jafnvel í Politiken. Concorde! Þær heita Concorde bölvaðar vélarnar.

Eitt ljóð handa þér Hjörtur, svona að skilnaði:

Til vitnis um það hversu vist okkar saman var góð
ég vil að þú þyggir af mér þessa örsmáu borgun.
Ég átti ekki konfekt en orti í stað þetta ljóð
það óx einsog rós uppúr koddanum mínum í morgun

-- Skreif Gulli kl.16:46 -- 0 Komment


miðvikudagur, ágúst 06, 2003
Þá er verslunarmannahelgin yfirstaðin og ekkert situr eftir nema minningarnar og þær mun ég ilja mér við næstu árin, jafnvel hlæja með vinum mínum af þeim atburðum sem við upplifðum saman þessa örlagaríku helgi sem kennd er við þá menn er stunda verslun og sýsla með fé.

Við vorum staðráðnir í því við vinirnir að eiga huggulegt föstudagskvöld saman og ætluðum að nýta töfra ölvímunnar til að gera huggulegheitin enn magnaðari. Við örkuðum því -ég, Þorri og steinn- í billabjór á einhverri skítugri knæpunni. Gullið ykkar byrjaði vel og lék af nákvæmni og kænsku en þegar líða tók á bjórinn fór hann að svitna og andardrátturinn varð óvenjulega þungur. Andlitið tók að roðna, augun að þrútna og varirnar titruðu, rakar og kaldar. Steinn og Þormóður hlógu og hreyttu í mig ónotum þar sem ég ráfaði rjóður í kringum billjardborðið og tapaði hverju spilinu á fætur öðru. Allt í einu sortnaði mér fyrir augum og undarlegar drunur tóku að hljóma úr mér miðjum. Strákarnir snarþögnuðu þegar þeir heyrðu óhljóðin og hæðnisglottið breyttist umsvifalaust í hræðslugrettu. Þormóður setti hendur fyrir andlitið og Steinn var kominn hálfa leið undir ballskákborðið þegar spýjan skvettist yfir þá.
Við vorum reknir út af knæpunni og sæmd okkar mun ekki hafa aukist við þennan atburð. En Steinn og Þorri voru fljótir að taka gleði sína á ný enda vel kenndir. Guðlaugur fór hinsvegar magaveikur heim og hló ekki meira það kvöldið.

-- Skreif Gulli kl.16:15 -- 0 Komment