Gundlungur bloggar heiminn
föstudagur, október 31, 2003
Föstudagur, Guðlaugur í stuði og heimurinn angar af hangikjöti.

Bróðir minn átti afmæli fyrir þremur dögum og ég keypti ekkert handa aumingja stráknum. Hann á nú betra skilið en ræfilinn hann mig sem bróður. Kannski ég hengi mig bara með kaðli, svona um hálsinn skiljiði? þannig að ég kafna og dey. Það ætti að gera hann hamingjusaman, bölvaðan morðingjann. Hann vill mig feigan!
Nei, annars hugsa ég að ég finni bara eitthvað sætt til að gefa honum þegar ég er búinn að fá útborgað. Það verður bara svona síðbúin afmælisgjöf.

Pís!

-- Skreif Gulli kl.12:47 -- 0 Komment


Halló krakkar. Það gerist aldrei neitt í þessari vit- og endaleysu sem ég kalla líf mitt sem verðugt er að skrifa um. Kannski ef einhver vinur minn eða fjölskyldumeðlimur missti útlim.. það væri eitthvað til að segja frá.
Ekkert slíkt hefur þó gerst. Því miður.

Ég fór á bíó á miðvikudaginn, Mótmælanda Íslands. Það var óskaplega vel heppnuð mynd. Ég og Þormóður bæði grétum og hlóum. Svo héldumst við í hendur í hléinu... það var nú samt ekkert hlé. En myndin var allavega góð. Þegar ljósin kviknuðu fór ég að líta í kringum mig og haldiði að ég hafi ekki komið auga á Tóta kúl, með grátbólgna vanga. Þá hafði hann allan tímann setið beint fyrir aftan okkur Þormóð og angrað okkur með sífelldum ekkasogum. Þarna voru líka Ásdís og Gunni og Einar og Óli. Einnig Sighvatur og Mattheus auk Marteins og Sanders, en þeir eru ekki vinir mínir.
Ef aðeins ég ætti hníf.

Ef þið viljið ná súkkulaðiblettum úr fötum er gott að bleyta þau uppúr mjólk áðuren þau eru sett í þvott.
Tvö glös á dag yo!
----------------------->

-- Skreif Gulli kl.12:31 -- 0 Komment


fimmtudagur, október 16, 2003
Mér finnst það ekki ósennilegt að alheimurinn sé þrívíða yfirborð á kúlu í fjórum víddum. Skyldi hann enda inní mér?

Þormóður átti afmæli í gær og af því tilefni fór ég með stráknum í billabjór á hverfisgötunni. Af þessu sama tilefni leyfði ég honum að vinna mig fimm sinnum í röð en þið vitið auðvitað öll að ég gæti unnið hann ef ég vildi.

Það sem Guðlaug dreymdi í nótt:
Ég var staddur í litlum bakgarði einhverstaðar í miðbænum. Allt í kringum mig var fólk að drekka og skemmta sér en ég sat á stól með nokkrum vinum mínum og sötraði bjór. Þá gengur undurfríð stúlka upp að Tóta kúl og fer að daðra við hann. Tóti segir mér að hann ætli heim með þessari konu og þau ganga á braut. Ég held áfram drykkju minni og áfengið stígur mér til höfuðs en skyndilega er kominn dagur og ég og Tóti erum að labba niður Laugaveginn. Hann bendir á buxurnar sínar sem eru löðrandi í blóði og segir að sér hafi verið nauðgað.

Ég ráðlegg Tóta kúl að halda sig heima um helgina.

-- Skreif Gulli kl.18:35 -- 0 Komment


mánudagur, október 13, 2003
Hún hafði gljáfagurt hár og fögur brjóst, háar vonir og möndlulaga augu. Túlípaninn minn.

Aftur er kominn mánudagur og aftur þarf Guðlaugur að hrista af sér helgarmygluna og keppast við að læra. Nú sit ég uppí vinnu hjá Steini og reini að gera eitthvað af viti. Tóta frænka var að hringja til að segja mér frá kveðjugleði á Nelly´s. Bjór og brandarar því Sigríður Íva er að fara til Norge. Ég var víst búinn að lofa sjálfum mér því að drekka bjór næst þegar það væri í boði svo að... ég þangað.

-- Skreif Gulli kl.21:56 -- 0 Komment


föstudagur, október 10, 2003
Þessi vika var ó svo fljót að líða. Bara strax kominn föstudagur og Gundurinn verður að fara að djamma aftur. Stjörnuspáin sagði að ég yrði sérstaklega sniðugur og kúl í dag. Ekki amaleg föstudagsspá það.
Konan á kaffistofunni, sem var óvinur minn í fyrra, er farin að brosa til mín. Hún hlær meiraseija þegar ég er klunnalegur á morgnana og sulla yfir mig kaffi eða dett á fólkið í röðinni eða slefa yfir mig allan af þreytu. Hahha ha! Hann Gulli er svo mikill aumingi! segir hún við sjálfa sig og strýkur gleðitárin af kinnunum.
12 monkeys var á bíórásinni í gær og það er sko uppáhaldsmyndin mín. Tóta frænka hringdi í mig í og reyndi að fá mig með sér í ókeypis bjór á Kapital en ég ætlaði að vera duglegur að læra svo ég þvertók fyrir það. Ertu vitlaus manneskja! æpti ég og skellti á. Svo glamraði ég á gítarinn og horfði á 12monkeys og masaði við foreldra mína og fór að sofa. Svona er að vera í skóla. Maður vill ekki leika við vini sína því maður á að vera að læra. Svo lærir maður ekki neitt hvort eð er.
Næst ætla ég bara að fá mér bjór.

-- Skreif Gulli kl.10:40 -- 0 Komment