Gundlungur bloggar heiminn
fimmtudagur, febrúar 26, 2004
ég vaknaði í morgun við að eldjárn bróðir minn æpti á mig. á fætur með þig aumingi! sagði hann og ég bilti mér og umlaði. þá tók hann um öklann á mér og dró mig fram úr rúminu, upp tröppurnar og inn í eldhús og hellti yfir mig sjóðandi heitu expressókaffi. svo sparkaði hann í hálsinn á mér. þá snarvaknaði ég og faðmaði minn elskulega kynbróður og á leiðinni í skólann tók ég ofan fyrir öllum sem ég hitti. Yndislegur dagur, ekki satt? spurði ég konu með barnavagn og hún hló og gekk fyrir bíl. ég ypti öxlum og valhoppaði blístrandi í burtu.

óveðursský mynduðu svargráan skugga út við sjóndeildarhringinn.

-- Skreif Gulli kl.17:14 -- 0 Komment


þriðjudagur, febrúar 24, 2004
You are Strange Emily!! One of a kind and odd indeed, you stand out in the crowd and people wonder about you.
Strange Emily


Which Emily Strange are you?
brought to you by Quizilla


-- Skreif Gulli kl.21:45 -- 0 Komment


mánudagur, febrúar 23, 2004
Ég vaknaði klukkan tólf (fyrir 45mín) og ákvað að ég skyldi bara skrópa í skólanum í dag. Svo fór ég í sturtu og söng Figaro fyrir rotturnar í niðurfallinu, hitaði mér expresso kaffi og setti TalkingHeads á fóninn.
Ágætis byrjun á mánudegi ha?
Bróðir mömmu hefur búið lengi í Svíþjóð og hann endar allar spuringar á ha. Gaman í skólahn í dag ha? Villt þu meiri kjöt ha?
Soldið fyndið.

-- Skreif Gulli kl.12:41 -- 0 Komment


föstudagur, febrúar 20, 2004
flengið mig, elskið mig.
sleikið mig, elskið mig.
(Jón Arason, 1549)

Ef tíminn væri gæsavín og rúmið væri hunang.. þá væri maður bara fullur og klístraður. Ég hitti hana Rán frænku mína á kaffihúsi fyrir ekki svo löngu síðan, og frænda minn Þránd. Þau eru systkini en sá skyldleiki er aðeins merkjanlegur á skelinni sem umlykur þau, innrætið er svo ólíkt að því má líkja við folald og brunnklukku (Agabus bipustulatus). Rán er þá folaldið og Þrándur brunnklukkan. Útlitslega eru þau hinsvegar áþekk; augnsvipur, tanngarður og höfuðlag nokkurnvegin hið sama, þó meiri mýkt sé í svip Ránar og Þránd skortir allan kvenlegan þokka í hreyfingarnar.
Rán var nýkomin frá S-Ameríku og hafði margar sögur að segja. Það var ekki laust við að mig langaði til útlanda. Hugsanlega kíki ég á Hjört frænda í Amsterdam í páskafríinu, en í páskafríinu kemur Örn frændi heim til Íslands. Ég má ekki missa af honum.
Hvað á ég að gera?

-- Skreif Gulli kl.12:07 -- 0 Komment


fimmtudagur, febrúar 19, 2004
There was love all around
but I never heard it singing
no I never heard it at all
till there was you

Plágan mikla herjaði á Ísland 1402-4 og helvíti margir hrukku uppaf jafn skyndilega og þeir hrukku út úr móðurkviðnum, blóðugir og öskrandi. Pestargemlingarnir trúðu því að sóttin stafaði af reiði guðs yfir syndsamlegu líferni þeirra og til að kaupa sér sáluhjálp gáfu þeir kirkjunni jarðir sínar. Þetta olli því að jarðeignir kirkjunnar jukust svo um munaði og guð hló uppi í skýjunum svo skein í gulltönn sem hann hafði troðið upp í sig til marks um hinn nýfengna auð (sem auðvitað var bara dropi í hafsjó þess sem hann átti fyrir).

Mér finnst að rauða ljósið ætti að vera í styttri tíma á öllum þessum helvítis gatnamótum. Ég geri mér auðvitað grein fyrir því að það yrði á kostnað græna ljóssins hinumegin en mér er alveg sama um hina. Þeir geta fengið langt rautt ljós og stutt grænt ljós fyrir mér.

bless

-- Skreif Gulli kl.12:33 -- 0 Komment


mánudagur, febrúar 16, 2004
Mánudagur til mæðu sagði einhver snilllingurinn fyrir löngu. Ég er svosem sammála því. Ég finn a.m.k fyrir ölmæðu á mánudögum.
Á mánudögum er ég ölmóður.

Þriðjudagur til þrautar sagði svo þessi sami snillingur daginn eftir.
Fyrir löngu.
Eina snilldin í þessu felst reyndar í því að fella sannleikann í stuðla. Þetta er ekki einusinni rímað, bara stuðlað.

Miðvikudagur til moldar. Hvað á það annars að þýða?
Margir vilja reyndar skilgreina stuðla sem ákveðna tegund af rími, en ég ætla ekki að fara útí neinar skilgreiningar á því hér.
Á þessum mánudegi.

Skilgreiningar eru ekkert annað en skapalón fyrir tilgerðarlegar pælingar, oftast notaðar til að drepa niður eðlilegar rökræður.

En hvað eru svosem eðlilegar rökræður? /

-- Skreif Gulli kl.16:47 -- 0 Komment


föstudagur, febrúar 13, 2004
Jæja krakkar. Þá er Gundurinn búinn í vinnunni í dag. Sestur í tölvuver Háskólans og farinn að pota í lyklaborðið.
Ég fór í fyrsta skiptið þunnur í vinnuna í dag og það var nú bara ekki slæm lífsreynsla. Lyktandi einsog spíratunna stóð ég skjálfandi og þambaði kaffi allan vinnudaginn á meðan börnin toguðu í mig og vældu. Ég sló till þeirra öðru hvoru og æpti á þau milli samanbitinna tannanna. "Látiði mig í friði helvítin ykkar!" sagði ég, "Annars drep ég ykkur."

Ég fór nefninlega á kosningavöku í gær, eða kosninga-Röskvu einsog það var kallað á GrandRokk. Þar var líf og fjör. Fagrar meyjar og frjóir ítar. Tóti og Tinna voru þarna í svaka stuði. Tóti hló og Tinna dansaði. Svo kom hann Þormóður og hellti í sig áfengum veigum og það gerðum við reyndar öll.

Flöskudagurinn þrettándi í dag. Valentínusardagurinn á morgun. Ef þið kaupið blóm eða konfekt handa ástvinum ykkar á morgun þá eruð þið þrælar markaðsvaldsins.

Ah think it´s time fo y´all to

-- Skreif Gulli kl.18:27 -- 0 Komment


mánudagur, febrúar 09, 2004
ég vil að þið vitið að ég var búinn að skrifa langa og skemmtilega bloggfærslu áðan og svo kom bróðir minn og skemmdi hana fyrir mér með því að teygja sig yfir öxlina á mér, grípa músina og loka vafraranum.

en það var víst óvart. Og nú get ég ekki tekið út reiði mína á neinum.
Kannski æpi ég á köttinn minn á eftir og sparka í vegg.

-- Skreif Gulli kl.17:12 -- 0 Komment