Gundlungur bloggar heiminn
þriðjudagur, maí 11, 2004
Sjálf atburðarásin, milli aðdraganda og eftirmála, varð að engu og uppbygging sögunnar breyttist fyrirvaralaust í niðurlag, líkt og ekið væri yfir hraðahindrun á Suðurgötunni.
Líkt og Keilir í baksýnisspeglinum.

Ég gerði reyfarakaup í Kolaportinu um daginn. Smekklega klæddur maður af ítölskum uppruna var þar að selja af sér gömul föt og ég náði af honum fimm klæðum fyrir 400 krónur samanlagt. Það voru þrennar buxur, skyrta og jakki á 80 krónur stykkið!
Er nema von að kaupmaðurinn á horninu fari á hausinn þegar helvískur ítalinn er kominn í Kolaportið?

-- Skreif Gulli kl.17:06 -- 0 Komment


mánudagur, maí 10, 2004
Guðlaugur situr á bókhlöðunni og brosir
bítur í pennann sinn og flettir síðum
..

Það var sosum kominn tími til að taka sér frí frá sukkinu og hella sér í bóklesturinn. Fátt er betra en að gleyma sér yfir fræðum eftir erfiða helgi.

-- Skreif Gulli kl.15:20 -- 0 Komment


laugardagur, maí 08, 2004
haaa? Hvað er að gerast hérna? Djöfull er ég með lítið typpi. Ég hef ekki tíma fyrir þetta kjaftæði, ég þarf að fara að mála.
Þegiði svo, ég er ekkert með lítið typpi. Hvað haldiði líka að ég sé að fara að mála klukkan ellefu á fleygadegi?
Ég er farinn á fyllerí. Pota kannski í franskt í kvöld og sona.
djók

-- Skreif Gulli kl.22:46 -- 0 Komment


þriðjudagur, maí 04, 2004
Líkt því sem ég láti bál
loppnum fingrum orna
ávallt minni yljar sál
íslenskt mál til forna

Látið ekki vísuna plata ykkur, mér er meinilla við forna málið. Mér bara leiddist svo mikið lærdómurinn að ég samdi ferskeytlu.
Djöfull ætla ég að fá mér bjór þegar prófið er búið á fimmtudaginn.
Eitt ískalt kvikindi!

-- Skreif Gulli kl.21:06 -- 0 Komment


mánudagur, maí 03, 2004
Fyrsta prófið yfirstaðið og vinur ykkar búinn að vera með eindæmum duglegur.

Ég gerði mér dagamun 1.maí, þegar öreigar og þjáðir menn allra landa sameinuðust við Hallgrímskirkjuturn og marseruðu mót maísólinni í austri, vopnaðir kröfuspjöldum og baráttumóð. Ég og Tóti Kúl mættum í morgunkaffi Herstöðvaandstæðinga með hnefann á lofti og Þáðum léttar veitingar gegn vægu gjaldi. Þaðan lá svo leiðin í hina árlegu kröfugöngu en að henni lokinni varð ég að setjast aftur í hreysi mitt og lesa. Menntagyðjan skammtar manni lítinn tíma í annað en lestur þessa daga.

Það er annars helst það að frétta af mér og minni fjölskyldu að pabbi var að koma heim frá Kaupinhafn með doktorsgráðu í farteskinu. Það eru nú tveir doktorar á heimilinu, einn blindur og hinn næstum því sköllóttur.
Hyskið á Sörlaskjóli má muna sinn fífil fegri.

Ég gerði mér ferð í Glæsibæinn í dag og verslaði hvítt svitaband í þeirri mætu verslun Útilíf. Á það ritaði ég svo orðið DOKTOR með svörtum olíupenna; gjöfin mín til hins nýbakaða doktors. Hann situr nú inni í stofu með bandið á hausnum og hlær yfir staupi af smygluðum eplasnapsi.

-- Skreif Gulli kl.22:24 -- 0 Komment