Gundlungur bloggar heiminn
sunnudagur, júní 20, 2004
Síðustu daga hafa margir komið til mín og sagt: "Guðlaugur, þú ert lygari" og rekið mér kinnhest og hrækt svo framan í mig. Og ég verð bara að taka því eins og hverju öðru hundsbiti, því það er líka satt. Ég er náttúrulega bölvaður lygari og illmenni og aumingi og.. og drulluhali. Viðbjóðsleg lygapadda liggur mér við að segja.
En nóg um mig. Eruð þið líka lygapöddur? Já, auðvitað. Þið eruð öll lygapöddur elskurnar mínar. Ég hræki framan í ykkur, skítugu hræsnarar.
Brennið í helvíti.

-- Skreif Gulli kl.22:24 -- 0 Komment


mánudagur, júní 07, 2004
Sæl verið þið, tryggir lesendur þessa bloggs, hver sem þið eruð. Hægfara hækkun á teljaranum er eina sönnunin fyrir tilvist ykkar, ef frá eru taldar einstaka athugasemdir í gestabókina.

Næstum mánuður frá síðustu færslu og líklega fáir sem ennþá nenna að kíkja á síðuna. Ég vona að með samfelldum skrifum næstu mánuði takist mér að ná upp ásættanlegri umferð og skora því á ykkur að kíkja hingað oft á dag. Hér verða skemmtisögur, brandarar, mataruppskriftir og margt fleira.

Fróðleikskorn: Léreft er dregið saman úr fornu orði, línreft, sem samsett er úr orðunum lín og reft sem merkir klæði. Það er leitt af sögninni að rífa og samsvarar orði í fornensku sem merkir kápa eða slæða. Léreft er því lín-rift eða klæði úr líni, en hefur síðan færst yfir á efnið yfirleitt.

-- Skreif Gulli kl.16:48 -- 0 Komment