Gundlungur bloggar heiminn
föstudagur, júlí 16, 2004
Það hefur einhver lurða verið að ágerast í mér síðustu daga og í morgun vaknaði ég svo úldinn og kvefaður að ég ákvað að hringja mig inn veikan í vinnuna. Þennan veikindadag ætla ég svo að nýta til að vinna eitt og annað smálegt heimafyrir. Ég þarf að þvo föt og prófarkalesa fyrir Þjóðminjasafnið, hringja í bankann og svona hitt og þetta. Dagurinn hefur fram að þessu farið í gítarglamur og kaffidrykkju en nú er mál að linni. Nú tek ég einn leik í Tetris og svo tekst ég á við kvunndaginn.

-- Skreif Gulli kl.12:43 -- 0 Komment


miðvikudagur, júlí 14, 2004
það er orðið svo langt síðan ég bloggaði að mér finnst þessi færsla þurfi að bæta upp fyrir nokkra mánuði í óskrifum. en það er einmitt slíkur hugsunarháttur sem staðið hefur mér fyrir þrifum síðustu vikur. skrifi ég lítið skrifa ég þó eitthvað og með þá hugsun að leiðarljósi bæti ég þessum fáeinu stöfum inn á síðuna mína. babysteps, einsog hann þorri frændi minn er vanur að segja.

-- Skreif Gulli kl.18:35 -- 0 Komment