Gundlungur bloggar heiminn
fimmtudagur, september 30, 2004
Ég bætti henni Kötu klikk í tenglasúpuna. Hafði víst gleymt henni greyinu þegar ég setti upp þetta skítablogg. Það er líka komin ný kvikmyndagetraun sem enginn getur ráðið nema hann viti svarið.
Ég sit annars bara á bókhlöðu-helvítinu og þykist skrifa fyrirlestur. Málmbeyglan sem á að vera hjálparhellan í Word er óvinur minn. Segir aldrei neitt að viti en truflar mann reglulega við skriftirnar með óþarfa athugasemdum. Hvaða heilvita maður þyggur heilræði af bréfaklemmu?
ekki ég.

-- Skreif Gulli kl.16:34 -- 0 Komment


þriðjudagur, september 28, 2004
Heyrðu Gulli, mamma þín bloggar! sagði andlitslaus stúlka við mig á þokukenndum stað einhvern ónefndan dag. Í framhaldinu spurði ég sjálfan mig: er það rétt? bloggar Hallgerður? Það er varla að ég geti sagst blogga sjálfur þótt ég sletti hingað inn einstaka athugasemdum milli langra þagna. Móðir mín hefur ekki hóstað upp úr sér orði síðan í maí! (sjá hér) Hún hefur nú líklega nóg á sinni könnu blessunin, á fullu í þjóðlegum fræðum og að gefa út ljóðabók í ofanálag. Svo á hún líka afmæli í dag. HÚRRA!
ég strái dauðanum í jarveg ára minna
og hún uppsker líf


-- Skreif Gulli kl.13:01 -- 0 Komment


fimmtudagur, september 23, 2004
Þetta haust leggst afskaplega vel í mig. Loftið er eitthvað svo svalt og lífið eitthvað svo ljúft. Frostrósir á bílrúðum á morgnana. Laufin einsog þau eru.. já já.

Kennaraverkfallið hefur það í för með sér að mun færri börn mæta í dagvistina í Melaskóla og vinnan mín því hálfgerð afslöppun. Þar get ég fengið mér kaffi og blaðað í frönskum myndasögum. Lukkuláka og Ástríki og svona. Börnin geta séð um sig sjálf, einsog í Afríska þorpinu í fréttunum.

Alveg voðalegt annars með þessar fréttir. Alltaf eitthvað slæmt að gerast útí heimi.
Helvíti höfum við það huggulegt hér á klakanum.

-- Skreif Gulli kl.11:23 -- 0 Komment


föstudagur, september 17, 2004
Viti menn, flöskudagurinn kominn. Fleygadagur á morgun og þunnudagur hinn. Öllum þykir svo sniðugt og kúl að vera fyllibytta, enda fara allir manns peningar í fokkíng áfengi um helgar. Ég var samt svo duglegur að læra í gær að ég sagði bara nei við Stein þegar hann reyndi að draga mig á barinn. "Því miður Steinn minn," sagði ég "ég hef þarfari hnöppum að hneppa." svo fleygði símanum mínum út um gluggann og gekk í hægðum mínum út í garð að sækja hann aftur. Ferskur haustblærinn lék um gullna lokka mína og áður en ég vissi af var ég farinn að dansa í kvölddögginni.
Það var sorgardans.

-- Skreif Gulli kl.11:36 -- 0 Komment


þriðjudagur, september 14, 2004
Útburðir munu spila fyrir dansi á GrandRokk kl.21 í kvöld og þar verða vonandi allir þeirra aðdáendur. Hljómsveitin skartar nú nýjum gítarleikara sem heitir Örn Eldjárn og sá kann nú að kítla strengina.. nei, ha.. er hann ekki í smíðavinnu í Mýrdalnum núna? Kannski verður hann ekki með í kvöld. Ég verð að komast að því.

-- Skreif Gulli kl.13:35 -- 0 Komment


þriðjudagur, september 07, 2004
halló?
Er einhver hérna sem heitir Haraldur? Ef svo er skaltu skrifa eitthvað í gestabókina. Eitthvað sniðugt.
..það verður að vera eitthvað sniðugt.

Stundum, þegar það er ekki til neinn matur heima, þá borða ég bara möl.


-- Skreif Gulli kl.21:00 -- 0 Komment