Gundlungur bloggar heiminn
mánudagur, maí 09, 2005
Guðlaugur hérna. í ágætis skapi barasta. kannski vegna þess að af öllum þeim síðum sem hægt er að heimsækja í óravíddum veraldarvefsins eruð þið einmitt stödd á minni. það kann ég að meta. einnig kann ég að meta túnfisk og ég hef líka gaman af gömlum tölvuleikjum á borð við tetris og pipe dreams, svo finnst mér David Thewlis svolítið skemmtilegur leikari.
Ný kvikmyndagetraun, ef einhver nennir.. hver sagði þetta, í hvaða mynd og við hvaða aðstæður?

-- Skreif Gulli kl.22:07 -- 0 Komment


föstudagur, maí 06, 2005
Nú, Þormóður frændi minn vann kvikmyndagetraunina frá gærdeginum með því að giska réttilega á Shawshank Redemption. Heppinn strákur hann Þormóður. Ég gaf honum tíkall í gær og þar með er málinu lokið að minni hálfu. En ég sé ekki betur en það sé komin ný spurning. Úr hvaða mynd skyldi þetta nú vera?

Ég man að einu sinni sat ég í stofunni heima og var að spila Cornelis Vreeswijk í græjunum. Móðir mín kom inn um dyrnar með fulla innkaupapoka og heyrði hina fögru tóna. Guuð, ertað hlustá Vreeswijk, ég og hann pabbi þinn hlustuðum svo mikið á þennan disk þegar við vorum að kynnast, sagði hún. Af einhverjum ástæðum ímyndaði ég mér þá að þau hefðu í tilhugalífinu búið saman uppi á gömlu kirkjulofti einhverstaðar í suður evrópu og hlustað á Cornelis í upptrekktum plötuspilara.
Náttúrulega bölvuð vitleysa, en ég sá þetta svona fyrir mér.

-- Skreif Gulli kl.12:27 -- 0 Komment


miðvikudagur, maí 04, 2005
bara svo þið vitið það, þá er partí hjá mér í kvöld og ykkur er ekki boðið. ég ætla að halda það einn.

Það er annars komin ný kvikmyndagetraun. Sigurrós gat þá síðustu og sigraði því í þeim riðli. Hlýtur hún að launum rós. Svona sigur-rós skiljiði, ha ha. Neinei, hún fær tíkall.
Svo er komin ný spurning.

Sverrir, félagi minn úr menntaskóla, hafði samband við mig um daginn og stakk upp á að við héldum afmælisveislu saman. "Gígantískt partí með gellum og gjöfum og öllum græum" sagði hann með sannfæringarkrafti þess sem allt megnar og fyllti mitt annars kalda hjarta af hlýjum tilhlökkunarfiðringi. Ég fékk gemsanúmerið hans og við ætluðum að vera í sambandi. Síðan heyrði ég ekkert frá honum og ekki svaraði hann í gemsann sinn en nokkrir vinir mínir mættu víst í veislu til hans síðustu helgi. Veislu sem mér var ekki einu sinni boðið í!

Sverrir, ég drep þig næst þegar ég sé þig. Mér er drullusama þótt systir þín sé leikkona, ég fokkíng drep þig.

-- Skreif Gulli kl.17:59 -- 0 Komment


þriðjudagur, maí 03, 2005
jæja, hér gengur allt mjöög hægt fyrir sig. ég gleymdi að minnast á það að hún Tinna dúlla vann kvikmyndagetraunina, enda er hún gáfuð kona og skörp og jörp ..nei hún er bleik hún Tinna. bleik og gáfuð, smekkvís og tónelsk. en nóg um Tinnu og meira um kvikmyndir því nú er komin ný getraun sem allir mega spreyta sig á.
hún er erfið þessi.. helvíti er hún erfið.

hættu nú að blogga Guðlaugur og farðu að skrifa ritgerð.

-- Skreif Gulli kl.15:24 -- 0 Komment