Gundlungur bloggar heiminn
þriðjudagur, janúar 31, 2006
ég vaknaði bölvandi klukkan fimm mínútur í níu í morgun og vissi ekki fyrr en ég var mættur upp í vinnu í inniskónum með úfið hár og tannburstann minn í vasanum. síðan þá hef ég setið inni á skrifstofu minni og fært til myndir í stórri kennslubók svo þær falli að efninu.

þær verða víst að falla að efninu.

meðferðis hef ég góða dátann Svejk á hljóðbók og hefur hann gert mér daginn bærilegan. Gísli Halldórson les.

ný getraun...

-- Skreif Gulli kl.15:00 -- 0 Komment


þriðjudagur, janúar 24, 2006
Hjörtur er að gera góða hluti á þessari minni aumu bloggsíðu. ræður hverja getraunina á fætur annarri og ég þarf að endurnýja síðuna í sífellu til að halda lesendum við efnið.

rembisti við þessa. hún á ekki að vera erfið fyrir stráka á mínum aldri.
(athugið að þið gætuð þurft að ýta á refresh takkann til að fá upp nýju myndina)

-- Skreif Gulli kl.14:32 -- 0 Komment


mánudagur, janúar 23, 2006
Tom Waits rymur lagið Alice inni í stofu. af samnefndri plötu, óhuggulegt og angurvært í senn. sérlega skemmtilegur diskur þykir mér og ég ætla að leifa honum að renna í gegn einu sinni enn. fer ekki að skipta um plötu upp úr þessu. dagurinn orðinn of grár fyrir bjartari tóna.

How does the ocean rock the boat?
How did the razor find my throat?

ég hef tekið eftir því að rakvélablöð koma iðulega fyrir í textum Tom Waits, enda vel til þess fallin að kreista fram hughrif. hversvegna að breyta því sem virkar? það sagði mamma alltaf. hún var mjög mótfallin því að rafmagnstóllinn yrði tekinn úr notkun á sínum tíma.

það var Halldóra sem loks tók af skarið og réði getraunina sem Hjörtur taldi sig of merkilegan til að ráða sjálfur. og þó vissi hann svarið, enda einn mesti Nirvana fan sem ég þekki. ég veit t.d. hann myndi glaður hafa mök við rotnandi leyfar Kurt Cobains ef það stæði til boða. það sagði hann mér sjálfur.
meiri viðbjóðurinn.

en það er komin ný getraun sem í þetta sinn ber nafnið barnunga selebið. hvaða stórstyrni skyldi lífið hafa hnoðað úr þessu efnilega deigi?

(í þessari færslu sagði ég ljótar lygasögur, eina um móður mína og eina um Hjört frænda minn. það var rangt af mér. meðfylgjandi mynd er því til marks um mína iðrun. hún er mín yfirbót)


-- Skreif Gulli kl.22:58 -- 0 Komment


föstudagur, janúar 20, 2006
það er ekki bitlaust, þetta fólk sem ég þekki og getraunin mín stendur aldrei lengi óráðin. mikið er ég glaður. bitlaust? úps. ég ætlaði nú að segja vitlaust, v og b eru í nástöðu á lyklaborðinu, en bitlaust er sosum ágætt. andstæðan er þá skarpt. Ingunn er skörp. þessi færsla er henni til heiðurs, það eru hennar verðlaun.

ég ákvað að vinna heima í dag, allavega fyrir hádegið. sit hér í stofunni á Njálsgötunni og hlusta á Illinois diskinn hans Sufjans. búinn með tvo kaffibolla og dagurinn legst ekkert illa í mig. flöskudagurinn.

eyddi gærkvöldinu í að leika í myndbandi fyrir Jeff Who?, hljómsveitina hans Þorra sem ég btw stofnaði með honum fyrir langa löngu. þá vorum það bara við tveir, bólugrafnir draumóramenn vopnaðir björtum vonum og tónelsku. við leigðum lítið æfingarhúsæði í Mjölnisholtinu og héngum þar eftir skóla, svældum sígarettur og botnuðum gamla fendermagnarann minn. Þorri spilaði á gítarinn. ég á trommurnar.

svona breytast tímarnir. Þormóður hélt í rokk-drauminn en ég fékk áhuga á einhverju öðru. hætti að mæta á æfingar. og nú er hljómsveitin að verða heimsfræg og ég tel mig heppinn að fá að vera statisti í myndbandi með þeim. reyndar er ólíklegt að ég sjáist nokkuð í myndbandinu þegar það fer í sýningu. en hver veit.

góðar fréttir. Mímir, málgagn íslenskunema er loksins komið út eftir áralangt hlé. þetta er tvöföld útgáfa, svona til að bæta upp fyrir undangengið útgáfuleysi. núverandi ritstjórn vann nefnilega ekki aðeins það þrekvirki að blása lífi í deyjandi blað, heldur tókst henni í leiðinni að heimta úr helju eldri útgáfu af blaðinu sem lá fyrir dauðanum vegna metnaðarleysis einhverrar eldri ritstjórnar. húrra fyrir ritstjórninni! og húrra fyrir Svanhvíti og Tinnu! ég er hræddur um að án þeirra hefði útgáfan frestast um enn lengri tíma.

ríspekt

getraunin heldur áfram. hver skyldi þetta vera..?

-- Skreif Gulli kl.09:24 -- 0 Komment


mánudagur, janúar 16, 2006
já, það var gáfukvendið Halldóra sem rústaði þessari spurningu enda varla að það sem hún ekki veit geti fyllt litla kompu. það sem ég hinsvegar ekki veit gæti fyllt vöruhús. og það eru þín verðlaun, Halldóra, að ég viðurkenni á minni eigin bloggsíðu að það sem þú veist ekki er stórum fyrirferðaminna en það sem ég veit ekki. við erum að tala um tugi rúmmetra!
..gróflega reiknað

jæja, áfram heldur ruglið. hefur einhver hugmynd um hver þetta er?

-- Skreif Gulli kl.19:15 -- 0 Komment


föstudagur, janúar 13, 2006
nei, ekki er þetta fyrsti kynskiptingurinn. ég sé að þessi þraut verður ekki leyst án vísbendinga, svo hér kemur ein:

þessi maður (þetta er karlmaður) er höfundur barnabóka.

-- Skreif Gulli kl.14:22 -- 0 Komment


fimmtudagur, janúar 12, 2006
það er satt hjá Erlu. þau eru ekki svo ólík, þau Teri Hatcher og Oliver Hudson. ég veit samt ekki til þess að þau séu skyld. enda veit ég ekki neitt.
en það var hún Obba sem vann getraunina að þessu sinni. fyrir það fær hún verðlaun frá Guðlaugi. það verður eitthvað glæsilegt ef ég þekki mig rétt.

nú er komin ný spurning. þessi er enginn barnaleikur.

-- Skreif Gulli kl.13:50 -- 0 Komment


miðvikudagur, janúar 11, 2006
jæja. ný spurning.
síðast var það hún Molly Ringwald, blómarós níunda áratugarins.
Steinn var fyrstur til að nefna hana, enda áhugamaður um unglingamyndir frá þessum tíma.

þennan mann eiga nú allir að kannast við. en hvaðan? hvað heitir hann og hverra manna er hann?
vitiði það?

-- Skreif Gulli kl.11:09 -- 0 Komment


þriðjudagur, janúar 10, 2006
ég er enginn andskotans afturhaldsdrjóli en ég er svona frekar íhaldssamur þegar kemur að tedrykkju. einungis svart te með mjólk og sykri handa mér takk. þannig hef ég drukkið það frá blautu barnsbeini og sé ekki ástæðu til að breyta því neitt.
samt hljóp í mig einhver ævintýramennska núna rétt áðan og ég blandaði mér te sem heitir Rosehip hibiscus, fjólublátt sull eitthvert sem ég bætti svo með sykri og mjólk.
mjólkin ysti og teið varð að ljósbleiku, kekkjóttu glundri sem ég er að reyna þræla ofan í mig í þessum skrifuðum orðum.
best að halda sig bara við Melroses

Hjörtur vann fyrstu kvikmyndagetraunina. þetta var að sjálfsögðu Jay Hernandez sem lék í hinni frábæru mynd Hostel. svo lék hann líka í Crazy Beautiful, en það var leiðinleg mynd.

hér er önnur, lauflétt..

-- Skreif Gulli kl.15:30 -- 0 Komment


kvikmyndagetraunin var ekki alveg að virka því það voru allir að svindla og gúgla kvótunum. ég var ekkert að fíla það svo ég bara setti inn nýja getraun sem ekki er hægt að gúgla. eruði að fatta?

nýjir tímar og nýtt dvalarhorf kalla á nýja getraun.
hver er þetta?

-- Skreif Gulli kl.14:41 -- 0 Komment


mánudagur, janúar 09, 2006
jájá. ég var sumsé í Danmörku yfir hátíðarnar. kom að vísu við í Reykjavík til að eyða aðfanga- og jóladegi í faðmi fjölskyldunnar, en svo var ég rokinn út aftur. áramót í Köben og fleiri ævintýr. toppurinn á ferðinni var líklega þegar ég og Obba fundum bakarí sem hér sést á mynd:


ef vel er að gáð má sjá eiganda bakarísins, sjálfan Gulla Gulla, góna á mig gegnum skítugt glerið.
helmingi meiri Gulli en ég.

-- Skreif Gulli kl.11:28 -- 0 Komment


miðvikudagur, janúar 04, 2006
það er sagt að rétt áður en fólk deyr sjái það á einu augnabliki alla æfi sína þjóta hjá. um daginn fékk ég þá flugu í höfuðið að kannski væri ég að upplifa slíkt augnablik. ég væri aðalhlutverkið í hendings-endurminningu deyjandi manns sem aðeins getur endað á einn veg. veikt bergmál af mínu raunverulega sjálfi.
mér finnst það ekki ósennilegt.
ég var að vísu að koma úr fríi og e.t.v. hefur mengað stórborgarloft Kaupinhafnar eitthvað skekkt í mér rökhugsunina. en það er allt í lagi. glaður skal ég fórna öllu mínu hyggjuviti fyrir aðra sæluvist í þessari gleðiborg. eins og fjárhagurinn stendur núna sé ég ekki fram á að geta borgað með öðru.

ég ætla að nota tækifærið og óska öllum mínum vinum og kunningjum og skyldmennum gleðilegs nýs árs og farsældar og lukku á'ðí.

-- Skreif Gulli kl.18:11 -- 0 Komment