Gundlungur bloggar heiminn
þriðjudagur, september 26, 2006
ég var að setja inn nýtt kommentakerfi því það gamla var hætt að virka. hið innbyggða kommentakerfi bloggersins neitar að hlýða skipunum mínum og það hefur því tekið mig óratíma að finna og setja upp nýtt kerfi svo allir geti tjáð sig sem hingað koma.

ég vona bara að þetta virki, annars er ég hættur í bili.

-- Skreif Gulli kl.13:42 -- 0 Komment


fimmtudagur, september 21, 2006
vissuð þið að..

..sniglar geta sofið í þrjú ár samfleytt?
..Demi Moore er blind á vinstra auga?
..Jörðin er eina plánetan sem ekki heitir eftir heiðnum guði?
..það er ekki hægt að hafa augun opinn meðan maður hnerrar?
..Andy Garcia var síamstvíburi?
..vænghaf Boeing 747 þotu er lengra en fyrsta flug Wright bræðra?

fróðleiksmolarnir í Fréttablaðinu eru í sérstöku uppáhaldi hjá mér.

-- Skreif Gulli kl.13:54 -- 0 Komment


mánudagur, september 18, 2006
mér leið mjög vel þar sem ég lá milli svefns og vöku í rúmi mínu í morgun og dreymdi ekki neitt. kannski segulsviðið í svefnherberginu hafi tekið einhverjum stakkaskiptum í nótt. það gæti verið fyrsta vísbending um yfirvofandi pólskipti.

í gær sá ég íslensku kvikmyndina Börn í Hákólabíói. það var uppáhalds kvikmyndin mín.

hér eru Gulli og Steinn í Amsterdam að drekka bjór:

...máski var það Hjörtur sem tók myndina. Hjörtur er frændi minn. hann er þrítugur.

-- Skreif Gulli kl.15:01 -- 0 Komment


miðvikudagur, september 06, 2006
hvað skyldi nú vera að frétta af honum Guðlaugi kunningja/vini/frænda mínum?

kannski hafa einhverjir hugsað eitthvað á þessa leið síðustu daga og kannski voru einhverjir að hugsa þetta, nákvæmlega þetta, rétt áður en þeir skelltu sér inn á bloggsíðu mína til að fá greinagóð svör við þeirri áleitnu spurningu, og svörin er að finna hér, kunningjar mínir, vinir og frændur/frænkur, sanniði til.

þegar þetta er skrifað sit ég einn heima í eldhúsinu á Njálsgötu og rýni í vélrænt orðflokkagreinda Sturlungasögu. mitt starf felst í að leiðrétta allar þær skyssur sem tölvan gerir í veikri von um að hana megi skilyrða svo hún hætti þeirri hvimleiðu hegðun -sumsé að gera villur. villur ei meir! æpi ég og hræki á skjáinn minn og hristi músina mína. þegar ég hef lokið þessu verki vonast ég til að mannleg orðflokkagreining heyri sögunni til og - ef allt gengur að óskum - að málfræðingar allir sem einn verði óþarfir og atvinnulausir. svívirtir og fyrirlitnir. krossfestir af lýðnum líkt og kristur forðum.

..enda hef ég unnið við þetta í nokkra mánuði og er aðeins farið að leiðast.

-- Skreif Gulli kl.21:11 -- 0 Komment


föstudagur, september 01, 2006
nei? engar ágiskanir?

en ef ég breyti myndinni og gef þessa vísbendingu:
Pangæa

hvað segiði þá?

-- Skreif Gulli kl.11:18 -- 0 Komment