Gundlungur bloggar heiminn
föstudagur, janúar 19, 2007
föstudagur. einn af þessum snjóhvítu, heiðskíru dögum sem af einhverjum ástæðum blása í glæður gamalla minninga svo upp blossar nostalgíubál í sálinni og skyndilega er ég fimm ára í annað sinn, hangandi í kápufaldi móður minnar sem dregur mig um götur borgarinnar eins og snjóþotu, dúðaðan í rauðum snjógalla með heimskulegt bros á vör og hor niður á höku, og í örskotsstund er eins og þunga hversdagsins sé létt af buguðum andanum. Ég stekk á fætur, uppveðraður yfir þessum innri veðrabrigðum og hlæ stundarhátt en uppsker aðeins rannsakandi augngotur þjáningasystkina minna á bókhlöðunni. ritgerðin glottir til mín gegnum tölvuskjáinn. í hennar svarta kápufaldi mun ég hanga fram eftir nóttu meðan vinir mínir hlæja á barnum.

-- Skreif Gulli kl.14:45 -- 0 Komment


fimmtudagur, janúar 11, 2007
ég er að hlusta á The Skin of My Yellow Country Teeth með Clap Your Hands Say Yeah.
fökkt öp kúl lag.

svo heitir nýja málgagn fornleifafræðinema Eldjárn, alveg eins og bróðir minn.

þetta stefnir í að verða ágætis dagur.

verst hvað ég hef komið litlu í verk.

-- Skreif Gulli kl.17:01 -- 0 Komment


miðvikudagur, janúar 10, 2007
ég fletti upp síðu á netinu sem hefur að geima Pí með 4.000.000 aukastöfum.

í þeirri talnarunu er hvergi að finna símanúmerið mitt, og ekki heldur Þorra.
númerið hjá Tótu kemur einu sinni fyrir.

hún vinnur.

kannski er óþarfi að taka það fram að ég er á Þjóðarbókhlöðunni,
þjakaður af athyglisbresti.

samt man ég 25 aukastafi

-- Skreif Gulli kl.16:28 -- 0 Komment