Gundlungur bloggar heiminn
föstudagur, mars 30, 2007
ég tók þessa mögnuðu mynd síðasta aðfangadag. þetta eru Vilborg og Þórir Dagbjartsbörn, systkini Sigrúnar ömmu, í sínu fínasta pússi. gasalega fín bæði tvö.smellið nú á myndina svo hún stækki.

-- Skreif Gulli kl.15:13 -- 1 Komment


mánudagur, mars 26, 2007
ég fór á heimabankann minn um daginn sem er svosem ekki merkilegt í sjálfu sér nema hvað að á auðkennislykilinn minn kom númerið 0121120.

pælið í því

-- Skreif Gulli kl.20:46 -- 2 Komment


helvíti væri fínt að vera í sambandi með engu drama, með kærustu sem ég gæti bara þröngvað mér upp á og fengið mínu framgengt þegar mér hentaði og væri ekki alltaf að nauða um að ræða málin eða að heimta einhvern helvítis forleik. lægi bara nakin í rúminu þegar ég kæmi heim, með sundurglennt lærin og kók ZERO handa kallinum.

-- Skreif Gulli kl.16:58 -- 2 Komment


miðvikudagur, mars 21, 2007
hér er frétt um köttinn Agui, frá Peking, sem æpir nafnið sitt þegar eigandi hans baðar hann.

„Í fyrra var ég að baða hann og hann var hræddur við vatnið. Eftir að hann mjálmaði nokkrum sinnum heyrði ég greinilega „Agui“,“ hefur Star Daily eftir eigandanum, herra Sun.

kettir eru náttúrulega ekki mjög skýrmæltir, upp til hópa.

mér þykir líklegra að herra Sun sé eitthvað að misskilja. kötturinn sé að í rauninni að segja 'ekki' eða kannski 'hættu'

Agui, kjökrar hann.

Agui!

..en eigandinn bara hlær.

kann enda ekki stakt orð í íslensku

-- Skreif Gulli kl.11:36 -- 2 Komment


af hverju ekki kynlíf með ZERO forleik?

hva..?

fann einhver nauðgari upp á þessu slagorði, eða er þetta kannski eitthvað sem alla dreymir um?

er þetta eitthvað sem ég þyrfti að prófa?

-- Skreif Gulli kl.11:13 -- 3 Komment


mánudagur, mars 19, 2007
ókei. ég fór í kolaportið um helgina og fann þar Sánd of mjúsik og Prúðuleikarana á vínilplötum (auk þess keypti ég tónlistina sem Ennio Morricone samdi fyrir kvikmyndina The Mission. ég set það hér innan sviga því mig grunar að kjörlesendur mínir telji það ómerkilegri plötu en hinar, jafnvel ekki þess virði að minnast á, en það er kannski vitleysa, og nú er þessi svigi -sem upphaflega var hugsaður sem stutt innskot í annars langdregna skýrslu um ómerkilega innkaupaferð í kolaportið- orðinn lengri en meginmálið sjálft sem rýrnaði mjög á kostnað hans).

meginmálið er sumsé að ég keypti þessar mikilvægu vörur fyrir skít og kanil, ef einhverjum er ekki drullusama.

-- Skreif Gulli kl.13:43 -- 0 Komment


bókakostur hlöðunnar:

nýjasta íslenska efnafræðiritið á þjóðarbókhlöðunni er frá árinu 1954, 76 blaðsíður í allt. það ýtarlegasta er 89 síður, frá árinu 1946.

-- Skreif Gulli kl.11:59 -- 0 Komment


ég las í stjörnuspá Blaðsins í gærmorgun að draumar mínir væru handrit að framtíðinni. ég var þá nývaknaður og mundi vel hvað mig hafði dreymt. það var ekki heil brú í þeim draumförum.

það var bara eitthvað helvítis rugl

-- Skreif Gulli kl.09:17 -- 0 Komment


fimmtudagur, mars 15, 2007
svo lærir sem lifir, kvakaði grunnskólakennarinn minn gamli í sífellu og sló á fingur barnungra nemenda sinna með fínlegu bambuspriki þegar þeir seildust í töskur sínar eftir ótímabærri næringu, kjökrandi af hungri.
þetta er alveg satt hjá henni, hugsaði ég. Sá sem lifir og hrærist í henni veröld kemst víst ekki hjá því að læra eitthvað nýtt, svo að segja á hverjum degi!

síðan eru liðin tuttugu ár og hverja einustu stund hefur skólakerfið gert mér óbærilega með ritgerðum og heimaverkefnum, prófum og fyrirlestrum. ég sé fram á að bölsótast sveittur yfir heimalærdómi næstu ár, þangað til ég hrekk upp af einn daginn úr innantómum leiðindum.

svo lærði sem lifði, gæti þá staðið á legsteininum.

-- Skreif Gulli kl.13:31 -- 2 Komment


fimmtudagur, mars 08, 2007
nýtt kommentakerfi
og róttækar útlitsbreytingar..

elskiði þær?

-- Skreif Gulli kl.01:53 -- 11 Komment


miðvikudagur, mars 07, 2007
einu sinni fyrir mörgum árum fór ég að hitta heimilislækninn minn uppí kringlu af því að mér leið eitthvað undarlega. hann skoðaði mig hátt og lágt og sagði svo að ég væri með gin og klaufaveiki.

getur það verið? var hann að ljúga að mér eða er mig eitthvað að misminna?

skrítinn lygi, og skrítið misminni allavega.

-- Skreif Gulli kl.18:31 -- 3 Komment


þriðjudagur, mars 06, 2007
portúgalskur Rafael hafði samband við mig símleiðis í gær og þurfti nauðsynlega á íslenskukennslu að halda. kannski var hann brasilískur og kannski hét hann Ríkharður, ég bara man það ekki. ég hlýt að vera rosalega fordómafullur. set heilu málsamfélögin undir einn hatt og geri engan greinarmun á Rafaelum og Ríkhörðum. hvað sem því líður þóttist ég ekki hafa tíma til að kenna þessum aðkomumanni eitt né neitt. ég ætti nóg með mitt, sagði ég honum. skólinn og vinnan og hin vinnan og þriðja vinnan, skiluru. hvers ætti ég að gjalda, saklaus íslenskuneminn, spurði ég reiður og var farinn að sárvorkenna sjálfum mér. þrjár vinnur með skóla og skítur og kanill í laun hver mánaðarmót. maður er skuldugur upp fyrir haus og sekkur sífellt dýpra í kviksyndi íslenska bankakerfisins sem heldur þjóðinni allri í helgjargreypum meðan eigendur bankanna græða á tá og fingri. hundruðum milljarða sóa þeir mánaðarlega í endalausum eltingaleik við eigin ómerkilega duttlunga! þrjár vinnur, vinur minn! þrjár vinnur og launin duga ekki fyrir útgjöldunum.

einhverstaðar í reiðilestrinum hafði ég skipt úr ensku yfir í íslensku og stóð nú í stofunni heima hjá mér, hálfgrenjandi af æsingi, og löngu búinn að gleyma því hver var á hinum enda línunnar. enda skipti það mig ekki máli framar. ég fleygði símanum í gólfið og kveikti á sjónvarpinu.

mig minnir að það hafi verið einhver útlendingur, en ég man ekkert hvað hann vildi mér.

-- Skreif Gulli kl.13:43 -- 0 Komment


mánudagur, mars 05, 2007
ég væri ekki að ljúga ef ég segði ykkur að ég hefði fengið eggnúðlur í Þjóðleikhúsinu í gær. þær breyttust í sílamáva í maganum. ég og Þormóður ætluðum í bláa lónið þennan dag en ég varð að vinna. skyldumaran hefur troðið á öllum mínum frídögum síðan ég byrjaði að vinna. pabbi kallar mig klæðskipting, enda er hann mótfallinn enskum hugtökum sem slæðast óþýdd inn í tungumálið. hinsvegar kalla þeir mig dresser niðrí leikhúsi. ég get svo svarið það. leikarastéttin á eftir að ganga að íslenskunni dauðri einn daginn. drekkja henni í óþýddum fagorðum. „þú tékkar bara mónólóginn á þínu kjúi í mækatestinu,“ segja þeir og fjallkonan hikstar og missir tennurnar. annars er Þormóður frændi minn að reynsluaka bíla fyrir bílablaðið, svo ég skipti yfir í léttara hjal. hann er ekki leikari heldur blaðamaður og talar ágæta íslensku. við vinirnir fórum í smá torfæruakstur hjá Litlu kaffistofunni á laugardaginn og þá fæddist þessi áðurnefnda andvana hugmynd um bláa lóns ferð á sunnudag. ég var þá nýkominn úr morgunmatarboði hjá Tótu frænku þar sem ég hafði spilað á banjó, haldið á kornabarni og hlustað á gamansögur. ég var því skiljanlega ör og ójarðbundinn þegar við frændurnir þeystum yfir smátjarnir og mýrlendi á mörghundruð hestafla tryllitæki. á einhverjum tímapunkti lagði Þormóður höndina á lær mér og sagði ákveðinn: „svo förum við saman í Bláa lónið á morgun. það eru okkar örlög, Guðlaugur. Og örlögin eru skrifuð í stjörnurnar.“ ég kinnkaði kolli og brosti. rökrásir huga míns höfðu flækst í hnút og um stund hélt ég að lífið væri gleðileikur, ostra eða fallegt lag.

það var nú ljóta vitleysan

-- Skreif Gulli kl.14:16 -- 0 Komment