Gundlungur bloggar heiminn
fimmtudagur, febrúar 28, 2008
áðan kom upp í mér einhver (íslensku)perri og ég fletti upp orðinu 'yxna' í ritmálssafni Háskólans. þá fann ég þennan skemmtilega brandara:

Húsfreyju á Írafelli varð svo mikið um þegar kýr beiddi eitt sinn og bóndinn víðs fjarri, að henni varð að orði: „Komi nú guð til, kýrin yxna og Indriði ekki heima!“

sei sei já.

-- Skreif Gulli kl.14:04 -- 3 Komment


færsluna hér að neðan skrifaði Þorbjörg, ekki ég. hún var eitthvað pirruð yfir sambandsleysi mínu við umheiminn og brá á það ráð að skamma mig á opinberum vettvangi, fyrir framan vini mína og aðdáendur. það þótti mér leiðinlegt.
en ég er kannski að ýkja þegar ég nota orð eins og opinber vettvangur, vinir og aðdáendur. hingað kemur nefnilega enginn. teljarinn er til vitnis um það. teljarinn og núllið undir færslunum. hér er enda ekkert að finna nema óm af gömlu tuði sem aldrei hreyfði við nokkrum manni, og ég ef auk þess enga færslu skrifað í rúman mánuð.

en nú held ég áfram að tuða. tuða fyrir daufum eyrum um tuðið í mér sjálfum sem enginn sála meðtók. hvað get ég meira?

..vindinum eigna ég söng minn, sem engir heyra

-- Skreif Gulli kl.12:20 -- 3 Komment


þriðjudagur, febrúar 26, 2008
Guðlaugur afhverju ertu ekki með símann þinn svo hægt sé að hringja í þig?

skammastu þín!

-- Skreif Gulli kl.16:57 -- 0 Komment