Gundlungur bloggar heiminn
miðvikudagur, apríl 02, 2008
í tilefni 1. apríl gerði ég hér dulítið grín. færslan hér að neðan er nefnilega hreint ekki eins ný og þið hélduð, heldur skrifaði ég hana og birti hér á bloggi mínu fyrir þremur árum, nánar tiltekið þann 1. apríl 2005.

líklega hlupu ansi margir aprílinn sinn þegar þeir lásu færsluna, á hinu huglæga sviði þ.e.a.s., í svímandi eltingaleik við óljósa minningu um svipaða frásögn, endur fyrir löngu.

ég hlæ við tilhugsunina.

-- Skreif Gulli kl.13:05 -- 4 Komment


þriðjudagur, apríl 01, 2008
ég er staddur í Árnagarði. sit þar teinréttur við lyklaborðið og reyni að henda reiður á hugsunum sem þjóta um höfuð mér, styggar eins og ótamin hross. taumlausar hugsanir, frjálsar úr viðjum veruleikans. hugsanir sem bjóða lögmálum eðlisfræðinnar byrginn; ganga í berhögg við daglega reynslu allra manna. slíkar eru hugsanir mannsins; ljóslifandi fyrir honum sjálfum, en ógjörningur að skýra þær fyrir öðrum. jafnómögulegt og að lýsa bláma himinsins fyrir blindum manni.. eða andvana fæddu barni.

þennan draum dreymdi mig fyrir skemmstu:
mér þótti sem til mín kæmi stúlkubarn, á að giska 12 vetra gamalt, klætt í gráan serk, skósíðan, gullsaumaðan um hálsmál og handvegu með kapmelluspori, vönduð flík. Stúlkan sat á stórum hesti, móvindóttum og ofurlítið litföróttum aftantil, trúlega enn í vetrarfeldi, en það hefur verið á nýbyrjuðum einmánuði sem þessi draumur sótti mig. svo hurfu þau bæði, stúlka og hestur, jafnskjótt og þau höfðu birtst og ég vaknaði og það var dagur. reis ég þá upp í rekkju minni og kvað þessa vísu, en mundi ekki drauminn:

lafir Svörfur, langur hangir
undan lörfum gægist sprækur
lóan hljóðar

-- Skreif Gulli kl.11:32 -- 0 Komment