Gundlungur bloggar heiminn
föstudagur, október 17, 2008
þegar ég kem á mannamót bregð ég gjarnan á það ráð að klifa á algildum sannindum eða básúna skoðun mína á einhverju sem er í samræmi við skoðanir annarra. um þessar mundir þykir mér t.d. upplagt að berja í borð og hrópa:
ég fordæmi sofandahátt ráðamanna í aðdraganda efnahagshrunsins hér á landi!

þannig uppsker ég fögnuð skoðanabræðra minna á ódýran og einfaldan hátt

-- Skreif Gulli kl.17:21 -- 1 Komment


miðvikudagur, október 15, 2008
kreppufærsla

já, það er engu líkara en að öreindahraðallinn í Cern hafi myndað svarthol í hagkerfi vesturlanda.

-- Skreif Gulli kl.12:18 -- 2 Komment


þriðjudagur, október 07, 2008
þetta gerðist klukkan hálf tvö. ég stöðvaði bílinn á ÓB, skrúfaði af bensínlokið og renndi vísakorti fimlega inn í sjálfsalann. þá stóð skyndilega silfurhærður fréttasnápur við hliðina á mér með stóra myndbandsupptökuvél á öxlinni. starði á mig gegnum linsuna.

einmitt þá fæ ég synjun á kortið.

-- Skreif Gulli kl.16:35 -- 0 Komment